Ríkið tímir ekki lyfjum

Punktar

Hugsanlegt er, að lyfjameðferðir verði svo dýrar, að ríkið verði að setja mörk við kostnað sinn. Raunar er það gert með þátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði og öðrum heilsukostnaði. Við sígum niður úr evrópskri hefð ókeypis heilsuþjónustu. Gert til að létta byrðum af þeim, sem breiðust hafa bökin, eigendum pólitískra bófaflokka. Breytingin er hægfara án þess að þjóðin sé spurð. Við þurfum samt að setja upp viðmið og reglur. Má heilsuþjónusta nema 11% landsframleiðslu eins og í Evrópu? Hér er hún 9%. Eigum líka að forðast bandaríska einkavæðingu, sem kostar 17% og nær samt bara til vel stæðra. Eigum að forðast bandarískt volæði.