Afnám byrjar með aukningu

Punktar

Fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta reyndist felast í aukningu. Reyndist semsagt vera afturfótafæðing. Stjórnvöld eru dauðhrædd um, að breytingarnar í heild verði slitastjórnum gömlu bankanna tilefni til að svindla sem ákafast. Það getur verið nauðsynlegt, en um leið dálítið fyndið, að afnámið byrji með aukningu. Þar sem ríkisstjórnin nýtur einskis trausts, er rétt að taka öllu svona regluverki með mikilli varúð. Efast um, að hún hafi vit á að gera rétt og siðsemi til að vilja gera rétt. Stjórnarandstaðan þorði að vísu ekki að segja múkk. Hún samþykkti aukninguna orðalaust í gærkveldi og er því orðin samábyrg.