Ég hvet mig

Punktar

Ríkisstjórnin og samninganefnd ríkisins eru einn og sami hlutur. Stjórnin hefur frá byrjun viðræðna við ríkisstarfsmenn og hjúkrunarfólk ákveðið að gera engin tilboð og vera ekki til viðræðu um neitt. Furðulegur heilbrigðisráðherra kemur af og til grátbólginn í sjónvarp og hvetur „deiluaðila“ til að semja. Af hverju hvetur hann ekki bara sjálfan sig, „ég hvet mig til að semja“? Fjármála talar ítrekað um alvöru málsins. Eins og stjórnin og samninganefnd hennar séu tvennt óskylt. Sjónarspilinu lauk með, að ríkisstjórnin fær sett lög á hjúkkur. Hrekur þær í 80% hærri laun í Noregi. Þáttur í markvissri eyðileggingu Landsspítalans.