Bílaframleiðendur flestir eru farnir að framleiða verksmiðjubeyglaða bíla. Að fyrirmynd gallabuxnagerða, sem rífa og tæta buxurnar áður en þær eru settar á markað. Til mikillar fyrirmyndar. Ekki er lengur hægt að sjá, hvort bílar eru beyglaðir af ásettu ráði í verksmiðju eða af völdum síðari árekstra. Sparar boddíviðgerðir, sem kosta mikið fé. Ýmsar fleiri nýjungar eru í nýlegum bílum. Til dæmis er ljósadýrðin þanin út, einkum að aftan. Víða eru heilar jólaseríur í ljóma. Gerir umferðina mun fjörlegri. Sýnir, að framleiðendur hafa puttann á hagsmunum og pyngju kaupendanna. Auka verðgildi vörunnar fyrir engan pening.