Ótrúlega vitgrannir

Punktar

Flestir ráðherrarnir eru ótrúlega vitgrannir. Frægust Ragnheiður Elín riðlaðist í tvö ár á náttúrupassa, sem allir fyrirlíta. Mest er hlegið að Illuga í Orku, sem bannar tónlistarfræðslu utan 101. Gunnar Bragi er loks hættur dulmálsbréfum til Bruxelles og sakar hjúkkur um að kjósa rangt, sakar þingmenn um að skorta kjark til að hjóla í þær. Eygló gerir ekkert, en hyggst byrja að hugsa á næsta ári. Sigurður Ingi reyndi án árangurs að skáka kontórum út og suður og gefa kvótagreifum makríl. Kristján Þór stútaði Landspítalanum. Fólk skildi, að Hanna Birna var ógeð, þegar hún hékk heilt ár á fingurgómunum í ráðuneytinu. Bjarni titrar af hræðslu við reiði Davíðs. Sigmundur Davíð er svo ruglaða drottningin hjá Lísu í Undralandi, hann er einsdæmi í heiminum.