Tví-, fjór- og fimmflokkur

Punktar

Munur er á fjórflokki, fimmflokki og tvíflokki. Allir eru þeir þjóðarböl, en ekki allir jafn róttækt. Tvíflokkur ríkisstjórnarinnar er hreinn bófaflokkur. Er ógeð, sem með gerræði reynir að breyta lýðræði í auðræði. Fjórflokkurinn er ekki bófaflokkur, en gagnslaus í ríkisstjórn. Þar svíkur hann brýnustu loforð sín svo sem auðlindarentu og stjórnarskrá fólksins. Í stjórnarandstöðu er hann aftur á móti brúklegur. Fimmflokkurinn er svo raunar sama og fjórflokkurinn, svíkur á örlagastundu, þegar kemur að árekstrum almanna- og sérhagsmuna. Eini flokkurinn utan þjóðarböls tví-, fjór og fimmflokksins er flokkur pírata.