Þeim fækkar, sem vilja taka tölur hagfræðinga fram yfir sýnilegan veruleika. Enda eru tölurnar meira eða minna ímyndaðar. Byggja á vísvitandi rangri notkun hugtaka, vísvitandi vali grunnpunkta og villtri extrapólun. Tölurnar byggjast á trúarbragðakerfum, þar sem spámenn koma og fara. Dæmi eru tölur um jöfnuð í samfélaginu. Þótt vaxandi ójöfnuður eigna sé vel sýnilegur, kjósa hagfræðingar ímyndaðar talnarunur. Þótt versnandi lífskjör og fátækt láglaunafólks séu vel sýnileg atriði, kjósa hagfræðingar ímyndaðar talnarunur. Þótt gjaldeyrishöftin séu sýnilega vaxandi, kjósa hagfræðingar að kalla það losun gjaldeyrishafta. Þótt hrun krónunnar hafi sýnilega flutt byrðar hrunsins yfir á almenning, kjósa tveir brenglaðir hagfræðingar að segja krónuna hafa verið sjálfa lausn vandans.