Drukkin, veik eða andsetin

Punktar

Fyrrverandi kjósendur Sjálfstæðis og Framsóknar frá 2013 bera ábyrgð á volæði þjóðarinnar. Aðeins fimm árum eftir hrun völdu tugþúsundir kjósenda að binda trúss sitt við bófa og bjána. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa þessar tugþúsundir núna séð að sér. En það nægir ekki að krossa sig í leyni. Hvort sem þetta fólk var drukkið, fárveikt eða andsetið árið 2013, þá ber það prívat og persónulega ábyrgð á lönguvitleysu ríkisstjórnarinnar árið 2015. Ábyrgð á fátækt hálfrar þjóðarinnar. Ábyrgð á flótta þúsunda í öryggi og hálaun norðurlandanna. Ábyrgð á innleiðingu stjórnarfars gerræðis, þjófræðis og auðræðis í stað lýðræðis.