Hratt vex rotnun stéttarfélaga. Lífeyrissjóðir þeirra eru komnir í samstarf við Heiðar Má Guðjónsson fjárglæframann um Framtakssjóð. Hann á að fá tíu milljarða startfé af eigum lífeyrisþega. Áður voru sjóðirnir komnir í sæng með umdeildu sjúkrahóteli Ásdísar Höllu Bragadóttur í kvartmilljarðs villunni. Á sama tíma halda sjóðirnir ekki uppi verðgildi á greiðslum til lífeyrisþega. Félögin eru orðin svo samansúrruð einkavinavæðingunni, að þau glata tilfinningu fyrir hag félagsmanna. Í vor lögðu þau fram hlægilega lágar kröfur og gerðu handónýtan samning um óverðtryggð laun. Eins og svefngengill horfði Sigurður Bessason bara brostnum augum í tökuvélar sjónvarps.