Ferðaþættir Dennis Callan og Rick Steves eru beztu, sem ég finn á netinu. Ekki fullkomnir, en betri en sjálfhverfir nútímaþættir, þar sem ég-um-mig-frá-mér-til-mín skyggir á útsýnið. Steves er með 50 klukkutíma og Callan með 250 tíma. Hef skoðað þetta allt og hafði raunar séð flest áður í raunheimi. Til viðbótar eru svo ótal ferðaþættir annarra um einstök atriði. Til dæmis um Uffizi-safnið í Flórens og jafnvel um einstök málverk á safninu. Útkoman er sú, að mig langar ekki lengur til að ferðast í hremmingum flugvéla og flugstöðva. Þægilegra er að sitja kyrr á sama stað heima í hægindastólnum og samt að vera að ferðast.