Bókstafstrú er fyndin

Punktar

Einkennileg er sú hugmynd, að sum költ megi vera stikkfrí gegn gagnrýni. Bókstafstrú er svo fyndin, að ekki er annað hægt en að gera grín að henni. Þar leynist líka ýmis hætta, sem þarf að vara við. Nú á dögum er mest um költ hjá róttækum múslimum, en finnst líka hjá róttækum kristnum, einkum vestanhafs. Meginstraumur kristni í Evrópu lætur háð og glens ekki raska ró sinni. Enda er lítið orðið um bókstafstrú á þeim slóðum og það er gott. Trú er eins og hvert annað prívatmál, sem getur ekki bannað gagnrýni af neinu tagi. Fyndið er að bera fyrir sig rétti til að velja að móðgast, vernduðum af dómstólum og hræsni.