Enn eru ofbeldishneigðir lögreglumenn að heimta rafbyssur. Fremstur fer þar í flokki formaður sambands lögreglumanna, sem ítrekað ver misþyrmingar löggunnar. Þar á meðal ofbeldi, sem náðist á myndskeið og lögreglumaður var dæmdur fyrir. Snorri Magnússon hefur, ásamt Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, setið fund með Rick Smith, forstjóra Taser, sem framleiðir byssurnar. Þær eru mest notaðar í fræga ofbeldisríkinu, Bandaríkjunum. Þar hafa þær drepið 245 manns, samkvæmt tölum Amnesty. Til dæmis hjartveika og aðra þá, sem eru líkamlega veikir fyrir. Allur þorri annarra fórnardýra skaddast af völdum byssanna. Betra er, að löggur læri að umgangast fólk. Um ofbeldistækið má fræðast í WIKIPEDIA.