Fyrir hálfri öld hafði Garðabær markvissa íbúastefnu. Þar skyldu engar blokkir vera, aðeins lóðir fyrir stórt einbýli eða raðhús. Markmiðið var tvíþætt. Menn vildu helzt fá kjósendur Sjálfstæðisflokksins á miðjum aldrei. Sem minnst af „aumingjum“, það er öryrkjum, gamalmennum og ungum eignaleysingjum. Slíkt fólk kostar peninga. Því var bezt að hafa það í Reykjavík. Lengi gekk þetta upp, en svo fór að bresta á með elliárum eins og víðar. Á fimmtán árum þrefaldaðist fjöldi „aumingja“ í Garðabæ. Bæjarstjórnin horfir nú upp á að þurfa eins og aðrar að taka til hendinni í velferðinni. Það var sko alls ekki meiningin.