Glórulausar hveravirkjanir

Punktar

Hellisheiðarvirkjun átti að vera sjálfbær, en hún tæmist ört, örar en hingað til var sagt. Hverahlíðarvirkjun átti að vera sjálfstæð, en er orðin skammtíma REDDING fyrir Hellisheiðarvirkjun. Út í sandinn eru runnin plön verkfræðinga um mikilvægi jarðhita á Reykjanesskaga. Engin stóriðja verður rekin á fyrirhuguðum orkuverum, því orkan endist ekki. Enn eitt dæmið um glórulausa framkvæmdafíkn. Pólitíkusar í kjördæmapoti sáu í Vaðlaheiðargöngum um glórulaust aðgæzluleysi, en á Hellisheiði voru verkfræðingar glórulaust framkvæmdafíknir. Ráku eigin harðskeyttu orkupólitík og áttu létt með að draga með sér gráðuga pólitíkusa.