Ljóðrænir tízkuórar

Punktar

Skipulag Elliðaárvogs byggist á nýjustu órum. Tízkustraumar æða fram og aftur í ríkjandi skipulagsspeki. Á ekkert skylt við vísindi, byggist ekki á neins konar tilraunum. Felst í tilgátum og ímyndunum hugmyndaríkra manna. Corbusier gengur aftur í skipulags-arkitektum nútímans. Í Reykjavík vilja menn ekki vera minni en Corbusier. Þannig varð til óskadraumur um bíllausan lífsstíl í þrengdri hjólaborg. Gallinn við allt þetta er, að mistök í steinsteypu verða skelfilega dýr. Að lesa lýsingar höfundanna á inntaki skipulags Elliðaárvogs er eins og að lesa upphafin og innblásin ljóð. Ljóð, sem munu kosta tugi milljarða króna. Og hvað varð um Sundabraut, gleymdist hún?