Flokkar ríkisstjórnarinnar hafa sterk tök á fjölmiðlum. Reka Moggann og DV sem málgögn sín og hafa Ríkisútvarpið undir smásjá. 365 miðlar styðja auðgreifana. Stjórnarandstaðan hefur þarna lítinn séns og píratar alls engan. Samt sýna kannanir, að þorri fólks fyrirlítur ráðamenn stjórnarinnar og hafnar flokkum þeirra. Birgir Guðmundsson dósent hefur komið auga á „vandann“: Samfélagsmiðlar stjórni fjölmiðlum meira en pólitíkusarnir. Kannski getur Birgir bent ríkjandi stétt á leiðir til að koma betri húsaga yfir blaðamenn. En kannski er samt ferlið svo langt komið, að vinveittir fjölmiðlar geta ekki bjargað Sigmundi Davíð.