Elsa Lára Arnardóttir þingmaður hefur látið lítið fyrir sér fara á tímabilinu, hefur ekkert að segja. Henni leiðist þó, þegar Framsókn er skömmuð fyrir svik og pretti, sjónhverfingar og draumóra. Af einlægu ábyrgðarleysi sínu kallar hún það einelti og groddalega hegðun. Hún á ekki erindi í pólitík, hafi hún talið, að það felist í hópefli í aðdáun á Sigmundi Davíð. Á alþingi er tekizt á um framvindu mála. Það er ekkert dúkkulísuhús. Gagnrýni á illan Sigmund Davíð er sjálfsögð og eðlileg. Gagnrýnendur verða eins og Elsa Lára að mæta kjósendum og gera upp reikningana fyrir orð og gerðir. Sjálf skilur hún bara tómið eftir.