Gunnar Bragi keyrir TISA

Punktar

Ár er síðan Wikileaks kom upp um leyniplott Bandaríkjanna og Evrópu um TISA. Samt hefur Gunnar Bragi Sveinsson ekki stöðvað landráð Martins Eyjólfssonar sendifulltrúa í Genf. Þar er verið að semja um, að auðfyrirtæki verði jafnsett þjóðríkjum fyrir dómstólum, skipuðum af auðfyrirtækjum. Þar er verið að semja um, að lægstu laun á svæðinu gildi á svæðinu öllu. Ákveðið, að stjórnvöld verði skaðabótaskyld fyrir ákvæði um neytendavernd, umhverfisvernd og lágmarkslaun. Í ótal atriðum er TISA samningurinn hrein geðveiki. Kasta ber samningnum í heild út á hafsauga og draga fáráða samningsaðila í ráðuneytinu til pólitískrar ábyrgðar.