Handrukkari bankstera

Punktar

Evrópusambandið veldur vonbrigðum. Ráðamenn þess valda ekki verkefni sínu. Hafa hrakið Grikkland hálfa leið úr sambandinu og evrunni með eindreginni handrukkun fyrir lánardrottna Grikklands. Þeir bera hálfa ábyrgð á ástandinu og eiga að fá að blæða eins og Grikkir. Það er ekki bara illmennska, heldur hrein heimska að halda, að Grikkir geti staðið undir lánunum. Þeir hafa engan efnahag, Aðgerðir Evrópusambandsins og Alþjóðabankans hafa mest falist í lengingu lána. Frestaði aðeins hruninu, en hindraði ekki. Þannig deyr bandalag, sem svíkur upprunalegan tilgang farsældar almennings allra þjóða og gerist handrukkari óðra bankstera.