Einelti framsóknarmanns

Punktar

Hjálmar Árnason hefur verið dæmdur fyrir einelti í garð starfsmanns, sem gegndi skyldu sinni sem trúnaðarmaður stéttarfélagsins. Hjálmar er framkvæmdastjóri ríkisfyrirtækisins Keilis og fyrrverandi þingmaður. Gott dæmi um afleiðingar, þegar tuddar úr gerræðispólitík Framsóknar fá feita sporslu, þegar þeim er ekki lengur stætt í pólitík. Hjálmar brást á óviðeigandi hátt við framgöngu mannsins sem trúnaðarmanns. Í niðurstöðunum segir að Hjálmar hafi „með viðbrögðum sínum … vanvirt hlutverk starfsmannsins sem trúnaðarmanns og eigið hlutverk sem stjórnanda“. Auðvitað heldur tuddinn feitu sporslunni, enda pólitískt kvígildi.