Reglur hamla gerræði

Punktar

Eðlilegt er, að meirihluti ráði, en minnihluti ekki. Jafnframt er eðlilegt, að meirihlutavaldinu fylgi reglur um meðferð mála. Á alþingi felast slíkar reglur í aðgreiningu fyrri og síðari umræðu og rannsókn í þingnefnd milli umræðna. Ennfremur í tjáningarfrelsi á öllum stigum máls. Með slíkum reglum er reynt að hindra, að meirihlutavald breytist í gerræði. Því miður koma stjórnarfrumvörp yfirleitt illa undirbúin og alltof seint. Ennfremur reyna nefndaformenn stundum að gerbreyta frumvörpum í ferli alþingis, samanber rammaáætlunina og makrílinn. Slíkt verklag gerræðis breytir alþingi í skotgrafahernað og málþóf í tímahraki.