Helgi Hrafn Gunnarsson flutti í eldhúsi alþingis í gær þá beztu og sönnustu ræðu, sem þar hefur verið flutt í mínu 60 ára minni. Gagnrýndi stjórn þingsins og þingmenn fyrir ömurleg vinnubrögð. Sagði málþófið vera kerfislægan vanda á alþingi. „Ekkert okkar er yfir það hafið. Ekki þegar vantraustið ristir svo miklu dýpra en ágreiningur um einstaka málefni,“ sagði hann. Þegar ekkert traust ríkir, þá þarf að skera á hnútinn og enginn er betur til þess fallinn en þjóðin sjálf. „Ég skil það mætavel, að fólk treysti okkur illa fyrir sínum málefnum, ef við treystum ekki því sjálfu fyrir þeim heldur“.