750 milljarða sporvagnar?

Punktar

Ótrúverðugar eru tölur um kostnað við sporvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Hafi slíkt kerfi kostað 25 milljarða króna á kílómetrann í Edinborg, mundi það kosta 750 milljarða króna á 30 kílómetra kortsins í Fréttablaðinu í gær. Tölurnar í tillögunni eru hrikalega vanáætlaðar. Enda er Reykjavík tæplega svo rík, að draumur Dags verði að veruleika. Sennilegra er, að borgarstjórnin sé að flagga loftkastölum frá milljónaborgum til að tregðast við að byggja mislæg gatnamót. Fyrir mér eru þetta nýir órar í röðinni frá Landeyjahöfn til Vaðalheiðarganga. Verkfræðingar og hugljómunarlið eru í eitruðu samstarfi um augljósan galskap.