Bjarni hrækir á þig

Punktar

„Við höfum öll sama aðgengi að heilbrigðiskerfinu“, segir Bjarni Benediktsson í Fréttablaðinu í dag. Annað hvort er hann forstokkaður eða úti að aka. Fátækir neita sér um tannviðgerðir, því að þeir hafa ekki efni á þeim. Fátækir verða að bíða í tvö plús tvö ár eftir augasteinaskiptum, en Bjarni Ben fær þau fyrir hádegi. Fátækir raða sér á óralanga biðlista á flestum sviðum heilbrigðismála, en Bjarni borgar og fer fram fyrir röðina. Þetta er ógeðslega Ísland í dag, sem Bjarni stendur fyrir. Einkavædd greifaþjónusta leysir Landspítalann af hólmi. Óþarfi er samt fyrir Bjarna Ben að hrækja líka framan í ykkur í Fréttablaðinu.