Grunsamlega kátir

Punktar

Stöðugleikamat upp á 18% innistæðna er kannski eðlileg niðurstaða, sem leiðir til friðar milli kröfuhafa og stjórnvalda. Ég kann ekki að meta það. Finnst þó grunsamlegt, hversu kátir kröfuhafar eru eftir niðurstöðuna. Sigmundur hafði áður sagt sig ná í 862 milljarða út úr 39% stöðugleikaskattinum. Kröfuhafana kallaði hann þá „hrægamma“. Stöðugleikamat er hins vegar metið á 400 milljarða, sem gladdi fyrrverandi hrægamma og núverandi „kröfuhafa“. Líklega hefði náðst saman um töluvert hærri prósentu. Eftir stendur, að ljótt er að ljúga einhverri upphæð og standa svo við tæpan helming. En það er lífsstíll Sigmundar Davíðs.