Blanda af vangetu og illgirni stjórnvalda er farin að valda atgervisflótta, sem er alvarlegri en var í kjölfar hrunsins. Í heilsugeiranum flýr hjúkrunarfólk og sérfræðingar af Landspítalanum til Noregs. Fyrirtæki eru líka farin að flýja land vegna ónothæfs gjaldmiðils og tilheyrandi gjaldeyrishafta, nú síðast hjá Actavis. Ráðherrar sitja með hendur í skauti, ýmist vegna vangetu eða draumóra um einkavinavæðingu. Þeir brjála heilu stéttirnar, enda er verklagið búið að færa okkur yfir í þriðja heiminn. Heilbrigðiskerfið er í rúst, ferðabransinn verður rústaður og fátt annað á boðstólum en heimsins verstu eiturfabrikkur.