Listamaður hunzaður

Punktar

Þegar styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason var afhjúpuð við alþingi, gleymdist að bjóða listamanninum. Ragnhildur Stefánsdóttir virtist ekki nógu fín til að vera boðið að afhjúpun eigin verks. Ber styttan þó af styttum fyrirmenna í borginni, full af lífi og reisn. Ekki frosið tröll eins og Skúli fógeti við sömu götu eða Einar Ben við Höfða. Hjörð rogginna karla sat þó í heiðursstúku, síðasta vígi karlrembunnar. Þar var líka Vigdís Finnbogadóttir. Hún tók eftir, að Ragnhildur var í hópi áhorfenda í nágrenninu. Stóð upp úr heiðursstúku, gaf sig á tal við listamanninn. Eina fyrirmenni landsins, er þekkir almenning, eini forseti vor.