Aðgerðir Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í fjármálum Grikklands 2010-2015 snerust aldrei um Grikki. Lutu að vinum franskra og þýzkra bankstera í þessum fjölþjóðastofnunum. Þær sjálfar og nýr Seðlabanki Evrópu tóku byrðar bankstera og lögðu á herðar evrópskra skattgreiðenda. Það er stóri glæpurinn í þessari harmsögu, ekki svik og prettir Grikkja. Eitthvað er íslenzkt við allt þetta rugl. Gríska martröðin sýnir óheyrileg völd bankstera. Án ábyrgðar grýta þeir peningum út og suður. Koma þarf þessu gengi bankstera og pólitíkusa bak við lás og slá. Sérstaklega Juncker, einum af höfundum bankavítisins í Lux.