Gerðu illt verra

Punktar

Aðstoð Evrópu við Grikkland hefur gerði illt verra. Hún fólst í lengingu lána með tilheyrandi hækkun þeirra og hækkun vaxta. Skuldafjallið var afar bratt, en er núna orðið ókleift. Stafar af, að öll áherzla Evrópu hefur falizt í að gæta hagsmuna franskra og þýzkra bankstera. Evrópusambandið bannaði líka Grikklandi að skera óhófleg útgjöld til hermála. Lagði þeim mun meiri áherzlu á að auka byrðar fátækra. Grikkir hertu sultarólina, að vísu of seint og illa. Efnahagur og innviðir samfélagsins fóru úr skorðum. Róttækir komust til valda og neituðu fyrir rest að borga. Evrópu er sjálfri um að kenna, að málið varð óleysanlegt.