Fram yfir aldamótin trúði ég, að Guardian, New York Times og Washington Post væru toppurinn á tilverunni. Sameinuðu ábyrgar og róttækar fréttir, sem skæru gegnum þoku og hræsni hins pólitíska lífs. Ekki lengur. Washington Post er smábæjarblað, New York Times er hagsmunatæki bankstera og jafnvel Guardian er úti að aka. Hvenær er sagt frá þeirri atlögu að vestrænu þjóðskipulagi, sem felst í samningum Bandaríkjanna og Evrópu um TISA? Nánast aldrei. Hvenær segja blöðin fréttir af hugmyndagjaldþroti ríkjandi brauðmolaspeki? Nánast aldrei. Hvenær segja þau alvörufréttir af pólitísku ofurvaldi bankanna? Nánast aldrei.