Þeir létu mig semja

Punktar

Er Hitler hóf heimsstyrjöld með árás á Pólland, sagði hann:  Pólverjar byrjuðu, þeir höguðu sér þannig, að stríð var óumflýjanlegt. Æ síðan hefur verið hlegið að rökum Hitlers: „Þeir létu mig hefja stríð“. Samt notar Þorsteinn Víglundsson enn þessi rök 75 árum síðar: Verðhækkanir mínar eru launafólki að kenna, því að það lét mig „semja um óábyrgar launahækkanir“. Aumingja kallinn varð að láta undan óábyrgum kröfum og því eru verðhækkanir fórnardýrum hækkana að kenna. Umsamin laun eru á ábyrgð Þorsteins. Hækkun launa er lítill þáttur af mörgum í orsökum hærra vöruverðs. Mikilvægasta orsökin er fáokun/einokun í viðskiptum.