Hlúð að silfurskeiðungum

Punktar

Allar breytingar Bjarna Benediktssonar á ríkiskerfinu stefna að breiðara bili milli ríkra og fátækra. Aðgerðum, sem almennt miða í rétta átt, er hagað á þann veg, að ríkir fái betri útkomu en fátækir. Þetta gildir um boðað afnám tolla af 1933 vörutegundum. Á listanum eru engin matvæli, þótt fátækir hefðu einmitt mest gagn af lækkun á verði matvæla. Þeir þurfa mat, en hafa síður efni á vörum af öðru tagi. Hugsun Bjarna er, að áður hafi ríkisvaldið gert betur við fátæka. Og nú þurfi að jafna metin og hlúa að silfurskeiðungum. Þessi hugsun er einnig miðlæg í lagfæringu stjórnvalda á „forsendubresti“ þeirra, sem bezt mega sín.