Brotavilji löggunnar

Punktar

Lögreglan í Reykjavík gældi árið 2011 við tilraunir til að koma upp ólöglegri hlerun gemsa. Wikileaks hefur birt tvö tölvubréf frá tveimur starfsmönnum hjá tölvurannsóknadeild lögreglunnar. Þeir leituðu til Hacking Team á Ítalíu. Það er fyrirtæki, sem eingöngu selur slíkan búnað. Vildu þeir kynna sér búnaðinn  og verð hans. Einnig vildu þeir komast á póstsendingarlista. Hacking Team sendi upplýsingar til baka, en ekki varð úr frekari samskiptum. Löggan var á þessum  tíma spennt fyrir hinum óleyfilega búnaði. Brotavilji, kannski ekki eindreginn. Embættið hefur upplýst, að framtak bréfritara var með vitund yfirmanna þeirra.