Stærsta krabbameinið

Punktar

Hversu mikið haldið þið, að 500 milljarða gróði íslenzkra banka þrengi svigrúm þjóðarinnar til að ná sér eftir hrun? 500 milljarðar eru stjarnfræðileg tala, svo há, að hún skilst ekki. Þetta er uppsafnaður gróði frá endurreisn bankanna eftir hrun og fram á þetta ár. Reikna má gróðann í átta hátæknispítölum. Tekinn út úr þjóðarhag og notaður til að herða heljartök stóru bankanna á pólitíkinni. Vinstri stjórnin tók ekki á vandanum og bófastjórnin heldur sömu stefnu. Þetta er langstærsti efnahagsvandi þjóðarinnar nú á tímum, heldur stærri en kvótinn. Þetta tvennt er efnahagslega krabbameinið, sem rústar innviðum samfélagsins.