Grískur almenningur er sekur um það sama og íslenzkur almenningur. Kusu bófa í áratugi til að fara með stjórn landsins. Samt er ranglátt, að fátækir Grikkir megi deyja drottni sínum. Bófarnir hirtu féð, sem bankar mokuðu í Grikkland. Komu því fyrir í skattaskjólum eins og íslenzkir bófar. Á báðum stöðum sleppa bófarnir, en almenningur situr eftir með sárt ennið. Vissulega hafa Grikkir reynt að svindla á kerfinu og að komast hjá sköttum. Hafa nú þegar borgað það dýru verði. En smámennin í Evrópusambandinu baka sér bara fyrirlitningu með að reyna að kreista blóðdropa úr grísku þjóðinni. Nóg er komið af hefndarþorsta.