Þeir hata óvissuna

Punktar

Fréttir segja okkur að 20-30 starfsmenn skammstöfunar, sem áður hét Straumur-Burðarás, séu foxillir. Hafi gert ráð fyrir að skipta með sér 3,4 milljörðum króna í bónus eða 150 milljónum á mann. Telja sig svikna um fyrirsjáanleika, tízkuorð ættað frá kvótagreifum. Auðmenn nútímans hata hornstein kapítalismans, óvissuna, mest af öllu. Ríkið og Seðlabankinn telja fyrirtækið eiga að borga 39% stöðugleikagjald fyrir að flytja gjaldeyri úr landi. Sárt leiknir bónusmenn segjast munu stefna ríkinu fyrir ófyrirsjáanleika. Við megum eiga von á meiru af slíku rugli, er Gunnar Bragi og Martin Eyjólfsson undirrita TISA-landráðin.