Þegar Ríkiskaup lamast

Punktar

Mikið skil ég vel, að Ríkiskaupum fallist hendur við að framkvæma erfitt útboð flugfarseðla. Viðskipti embættismanna við flugfélög með vildarpunkta hafa lengi verið hornsteinn lífsstílsins á fyrsta farrými. Eftir útboð hverfur hvatinn til sífelldra utanferða, þegar myndsímafundir nægja. Því hefur útboð tafizt í þrjú ár og er ekki enn komið á koppinn. Ríkiskaup finna hvað eftir annað nýja og áhugaverða anga, sem þurfi að rannsaka. Dæmigert framfaramál, sem aldrei verður að veruleika. Því að Ríkiskaup lamast, þegar kemur að draumum embættismanna um röð utanferða á fyrsta farrými. Plús haug af vildarpunktum til afnota í fríum.