Allur atvinnuvegur á að borga sama vask, fullan vask. Á móti má afnema tolla af mat. Málmbræðslur eiga líka að borga fullan vask og þá að innfalinni hækkun í hafi. Sama gildir um sjávarútveginn, hann á að borga fullan vask að meðtalinni hækkun í hafi. Báðar þessar greinar falsa nefnilega bókhaldið og taka gróðann utan íslenzka hagkerfisins. Að auki eiga málmbræðslur og sjávarútvegur, sem hafa aðgang að takmarkaðri auðlind, að greiða auðlindarentu. Hana má finna með opnu útboði veiðiheimilda og orkuheimilda. Svo einfalt og augljóst, að allir eiga að geta skilið. Ekki sízt þeir, sem láta sig dreyma um frjálsan markað.