Takið bankana herskildi

Punktar

Ör fjölgun byggingakrana á höfuðborgarsvæðinu bendir til að við séum að láta reka að nýju hruni. Skillitlir braskarar fá lánsfé í opinberu bönkunum, sem mergsjúga hagkerfið með gróða upp á hundruð milljarða. Settu okkur á hausinn haustið 2008 og eru komnir áleiðis við að gera það aftur haustið 2016. Hlutverk ríkisvaldsins er að stöðva þetta. Taka þarf stóru bankana herskildi, reka út banksterana og setja inn eftirlit siðfræðinga. Taka þarf allan gróða bankanna og nota hann til að borga skuldir ríkisins, enda stafa þær allar af bönkum. Samþykkja þarf lög, sem gera bankstera ábyrga fyrir afleiðingum óskiljanlegra útlána sinna.