Einkavæðing gefst illa

Punktar

Sú tilgáta, að einkarekstur sé ríkisrekstri betri, er bara tilgáta, sem gerir ráð fyrir of einföldum veruleika. Einkarekstur skóla gafst illa í Svíþjóð og Bretlandi, námsárangur varð lakari. Einkarekstur spítala í Bandaríkjunum er margfalt dýrari en ríkisrekstur. Reynslan sýnir líka, að sumir tilboðsgjafar hafa innri upplýsingar umfram aðra. Einkavinavæðing er líka alltaf í myndinni. Séu tilboðsgjafar fáir, myndast fáokun, sem fljótt verður einokun. Í fámenni Íslands verður einkavædd ríkiseinokun oftast miklu verri. Hreinlæti dapraðist á Landsspítalanum og matur sjúklinga stórversnaði. Sjúkrahótel Ásdísar Höllu urðu skandall.