Rústun heilbrigðiskerfisins hefur varanlega skaðleg áhrif, þótt hægt verði að nudda Landspítalanum upp í fyrsta gír. Framtíðar-hugsandi ungmenni sjá, að hér er helsjúkt þjóðskipulag, gerræði auðræðis. Nokkrir greifar hirða afrakstur þjóðarbúsins og lama uppbyggingu brýnustu innviða. Ungir munu telja sér betur borgið í samfélagi með áherzlu á heilbirgða, opinbera innviði. Sama mun gerast í menntamálunum. Nú er reynt að setja upp einkavætt færibandakerfi í skólunum, stytta nám og búa til skyndibita-fræðinga. Heilbrigðis- og menntaráðherrar okkar eru vangefnir sértrúar-öfgamenn, sem verður sparkað út í næstu kosningum.