Hótel drepa miðbæinn

Punktar

Hótel Alda er dauður kafli af Laugaveginum, svartir gluggar án nokkurs sambands við miðbæjarlífið í götunni. Nú stendur til að lengja þann dauða kafla um 50%. Víðar við Laugaveg er verið að búa til slíka dauða hótelkafla, þar á meðal á Hljómalindarreit innar í miðborginni. Kvosin og Laugavegur þola alls ekki meira af þessu rugli. Skipulagsráð Reykjavíkur er viljalaust verkfæri í klóm verktaka og braskara. Þetta er sama ráð og samþykkir turna í röðum í Skuggahverfi og í Túnunum. Komið er að krossgötum þess pólitíska meirihluta, sem stýrir borginni. Hyggst hann láta hafa sig áfram að fífli eða eru annarlegir hagsmunir að baki?

(Þegar hótel eru reist í miðbæ, þarf að skylda þau til að hýsa óskylda þjónustu og verzlanir á götuhæð.)