Andófið gegn auðræðinu

Punktar

Bernie Sanders í Bandaríkjunum og Jeremy Corbyn í Bretlandi eru afturhvarf frá helför vinstri flokka yfir til hægri. Hafna fjárhagslegum stuðningi bankstera og auðgreifa, sem héldu uppi Tony Blair og halda uppi Barack Obama. Keppinautur  Sanders, Hillary Clinton, er sama handbendi auðgreifanna og þar að auki róttæk stuðningskona Ísraels. Kjósendur eru byrjaðir að verða fráhverfir eignarhaldi auðgreifa á pólitík. Eignarhaldið er lengst komið í Bandaríkjunum og Bretlandi Því er eðlilegt, að andófið hefjist þar. Sanders hefur töluverðan kjörþokka, en Corbin síður. Augu áhugafólks munu því beinast mest að Sanders næstu misseri.