Björt fortíð og Status Quo

Punktar

Eftir lestur viðtalsins við Guðmund Steingrímsson túlka ég Bjarta framtíð svo: Flokkurinn telur pólitíkina í stórum dráttum í lagi. Öll dýrin á alþingi eiga þó að vera vinir. Pólitík snýst um að vera sáttir. Flokkurinn er mitt á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, á sama stað og Viðreisn, ráðgerður flokkur Benedikts Jóhannessonar. Ég hef ekki trú á, að Guðmundur ríði feitum hesti úr þeim þrengslum í næstu kosningum. Kannanir sýna nú þegar, að flokkurinn ætti að heita Björt fortíð. Flokkurinn færir okkur ekki nýja stjórnarskrá, setur ekki á auðlinda- eða auðlegðargjald. Vill Status Quo og heldur seinni fótaferðatíma.