Fasisminn í Framsókn

Punktar

Eftir stríð sálgreindu félagsvísindamenn í Kaliforníu uppgang fasisma, nazisma og falangisma í aðdraganda stríðsins mikla. Var það gert með sálfræðiviðtölum við slíkt fólk. Niðurstaðan var birt í mörgum bókum, einkum árið 1950 í „The Authoritarian Personality“ eða „valdshyggjumaðurinn“. Það orð lýsir fyrirbærinu betur en „fasisti“, sem vísar bara til tákns í skjaldarmerki. Sé skilgreiningin notuð á þingmenn Framsóknar, er ekki hægt að kalla þá valdshyggjumenn. Þeir eru bara gæzlumenn sérhagsmuna. Fyrir utan Sigmund Davíð og einkum Vigdísi Hauks, sem sýna í tali sínu og gerðum afar sjúkleg einkenni valdshyggju (eða fasisma).

(Umræða á netinu)