Stjórnarflokkur Recep Tayyip Erdoğan forseta í Tyrklandi hneigist að íslamisma. Hefur reynt að draga úr veraldarhyggju í Istanbul og troða slæðum upp á konur. Flokkurinn tengist róttækum íslamistum, svo sem þeim, sem berjast í Sýrlandi og Írak. Erdoğan tregðast gegn kröfum Nató um aðild að stuðningi vesturveldanna í baráttunni gegn Isis. Þegar hann þóttist vera orðinn þar bandamaður, beindust loftárásir Tyrkja ekki gegn Isis, heldur gegn Kúrdum, burðarási baráttunnar við Isis. Ekki verður betur séð en, að Nató sætti sig við að láta Erdoğan hafa sig að fífli. Enda var Jens Stoltenberg í Nató mjög málhaltur í sjónvarpinu í gær.