Þegar og ef Samfylkingin raknar úr rotinu, þarf hún að fá aflakló sem formann. Góða mömmu, sem hugsar í stíl við fylgi þorra kjósenda við velferðarkerfið og opinberan rekstur heilsu og skóla. Flokkurinn þarf að búa sig undir að verða minni háttar flokkur í ríkisstjórn pírata. Fallast einlægt á opna stjórnsýslu, nýju stjórnarskrána og beizlun auðgreifa. Einbeita sér að því, sem hann á að kunna bezt, velferð og ríkisrekstur. Losa sig við Thatcher-light Blairista, sem enn vaða uppi í flokknum, svo og stóriðjukommana. Er svo óheppinn að hafa ekki Katrínu Jakobs, en kannski dugar Oddný G. Harðar. Núverandi staða gengur ekki.