Haukur Arnþórsson fésbókar viturlega um innreið samfélagsmiðla og vangetu manna við að átta sig á mikilvægi þeirra. Gamaldags almannatengsli virka ekki lengur. Bloggið og fésbókin eru samfellt streymi góðra og illra skoðana, góðra og illra upphrópana, góðra og illra palladóma. Pólitíkusar geta ekki lengur beðið ráða almannatengla og verða að bregðast við hér og nú. Fólkið fattar samskiptatækni, en gamlir pólitíkusar ekki. Hér láta pólitíkusar sig dreyma um ný orkuver, þótt tölvutækni sé sú auðlind, er máli skiptir. Nú kemur lýðræðið að neðan og krefst samráðs og gegnsæis. Gömlu flokkarnir eru dauðadæmdir og ríkisstjórnin er dauð.