Þá fyrst hefst vandinn

Punktar

Þegar píratar hafa sigrað í næstu þingkosningum, hefst vandi þeirra í alvöru. Þeir munu þá komast að raun um, að völd felast ekki í atkvæðaseðlum. Þau hafa alltaf falizt í aðstöðu. Allt kerfið mun vinna gegn árangri ríkisstjórnarinnar. Helztu embættismenn þjóðarinnar eru eign bófaflokkanna, sömuleiðis banksterar, lagatæknar og dómarar, meira að segja Hæstiréttur. Hann ógilti kosningar til stjórnlagaþings, refsaði þjóðinni fyrir heimsku formanns landkjörstjórnar. Það voru verstu landráð Íslandssögunnar. Nýja stjórnarskráin mun mæta breiðsíðum úr orðhenglafræðum Líndalista. Hún var samin af fólkinu, það líða lagatæknar ekki.