Í flestum löndum Evrópu sækja fram flokkar, sem leggja áherzlu á að takmarka fjölda nýbúa. Pólitíkusar sækja fylgi í að magna ótta kjósenda við aðkomufólk. Fjölmenningarstefna er sökuð um að espa nýbúa, einkum múslima, í andstöðu við lifnaðarhætti heimafólks. Og sökuð um að grafa undan lifnaðarháttum heimafólks. Þjóðremba magnast um alla Evrópu. Virðing fjölmenningarstefnu hefur hrunið. Eigi hún að lifa af, þarf að hugsa hana upp á nýtt. Að öðrum kosti mun hún líða undir lok á skömmum tíma. Einkum þarf hún að gera auknar kröfur til nýbúa um að virða meginatriði lifnaðarhátta hins mjög svo veraldlega samfélags vesturlanda.